föstudagur, 14. júní 2013

Hard as nails

Góðan daginn!
Neglurnar mínar eru alltaf að brotna eða "chippa", frekar algengt vandamál hjá mörgum stelpum.  Ég hef prófa helling af allskonar styrkjandi naglalökkum sem hafa ekkert virkað.  En eftir að hafa fengið ábendingu frá vinkonu ákvað ég að prófa Hard as nails frá Sally Hansen.
Á pakkanum stendur að lakkið eigi að styrkja neglurnar, og vinna gegn því að þær flagni, brotni eða klofni.  Með notkuninni eiga neglurnar að verða lengri, sterkari, harðari og fallegri.  Lakkið á að bera á neglurnar og endan á nöglunum.  Annaðhvort undir lakk eða eitt og sér.
Ég pússaði á mér neglurnar og setti 2 umferðir því neglurnar á mér voru svo brotnar.

Kostir: auðvelt að setja á, þægilegur bursti og lakkið þornar fljótt. Herðir og styrkir.  Mjög ódýrt (kostar undir þúsund krónur í Hagkaup).

Gallar: fer af eftir sirka viku, þó það sé ekki galli fyrir mig því ég er alltaf að skipta um naglalakk.

Ég mæli með þessu undraefni fyrir þær sem díla við sömu naglavandamál og ég (:  -Tóta :*  1 ummæli: