föstudagur, 26. júlí 2013

Goldie lookin chain

Góðan daginn!
Var að eignast þessa fínu skó frá NewLook.  Ég elska keðjur.. þannig að ég fékk mér gróft keðjuhálsmen í leiðinni sem ég á eftir að sýna ykkur.

-

Translate/ Hello!
Just got these babies from NewLook.  I´m in love with chains.. so I also got myself a chain necklace, I´ll show you later.




-Tóta :*

mánudagur, 22. júlí 2013

Blog challenge - 8. Your brightest lipstick

Góðan daginn!
Þá er komið að áttundu áskoruninni, skærasta varalitnum mínum.  Ég nota mjög sjaldan varaliti, en þegar ég geri það þá nota ég yfirleitt dökka liti. Hér er ég með bleikasta bleika litinn frá The Body Shop.  Varalitirnir frá The Body Shop eru til í mörgum fallegum litum, þeir endast vel og þurrka ekki varirnar.  Og þeir eru ódýrir og ekki prófaðir á dýrum.  
Ég reyndi að taka eðlilega mynd af mér, en það gekk ekki betur en þetta.

-

Translate/ Hello!
It´s time for the 8th challenge, my brightest lipstick.  I rarely use lipsticks but when I do I usually wear darker shades.  On this picture I´m wearing the pinkest shade from The Body Shop.  The Body Shop makes decent lipsticks that are available in many shades, they last well and don´t dry the lips.  And they´re pretty cheap and not tested on animals.  I tried taking a normal picture of me, but as you see that didn´t happen.



-Tóta



fimmtudagur, 18. júlí 2013

Blog challenge - 7. Your lazy day at home


Góðan daginn!
Loksins kemur ný færsla í bloggáskoruninni, og þessi á að sýna týpískt tjill outfit.  Í dag er ég í fríi og er einmitt að tjilla, og ég er að tjilla í þessum fötum.  Blátt maxi pils og svartur hlýrabolur, mér finnst þetta fín blanda. Afsakið myndgæðin, spegla-síma-myndir verða að duga þegar ég er ein heima.

-

Translate/ Hello! 
Finally a new post from the blog challenge! This post is supposed to show you what I wear when I´m enjoying a lazy day at home.  And today I have a day off work and this is what I´m wearing, a blue maxi skirt and a black tank top.  Sorry about the picture, mirror-selfies have to do when I´m home alone.



-Tóta :*

föstudagur, 12. júlí 2013

Vinningshafinn er ...

Vinningshafinn er Áróra Pétursdóttir!




Þú hefur unnið þetta fallega hálsmen frá www.velvet.is !



Ég hef samband við þig! Takk allir fyrir þátttökuna (:

-Tóta :*




Sally Hansen - Wedding Crasher

Góðan daginn!
Ég var að prófa nýtt uppáhalds naglalakk.  Naglalakkið er frá Sally Hansen og liturinn heitir Wedding Crasher.  Þetta er flottasta, skærasta, sætasta, stelpulegasta, glimmeraðasta og prinsessulegasta naglalakk sem ég hef séð.  Því miður þá sést það ekki nógu vel á myndinni en í persónu er þetta ótrúlega flott.  Ég er búin að fá fullt af hrósum og kommentum útá naglalakkið.  Annars var þægilegt að setja það á, þornar sæmilega hratt og endist ágætlega.  Gott að setja samt top coat yfir svo það endist lengur.  En ég veit það á eftir að vera pain að ná þessu af, eins og með öll glimmer naglalökk.  Still worth it.

-

Translate/ Hello! 
Just tried a new nail polish.  It´s from Sally Hansen and the colour is Wedding Crasher.  It´s so pretty, shiny, princessy, sparkly and glittery.  Unfortunately you can´t see it very well on the picture but it´s so much prettier in person.  I´ve gotten lots of compliments and comments about this polish.  It´s easy to apply and dries fairly quickly but it doesn´t last very long.  It´s good to use a top coat to make it last longer.  I know it´s going to be hard to get it off like with all other glittery polishes, but it´s worth it.




-Tóta :*

mánudagur, 8. júlí 2013

Where´s my summer?

Góðan daginn!
Stutt myndafærsla fyrir þá sem vilja smá sumar í rigningunni á Íslandi.  Mér finnst eins og sumarið sé að verða búið og það hafi verið frekar ömurlegt veður allann tímann, ókei það voru kannski 2 dagar með ágætt veður.  Það er eins gott að eitthvað fari að breytast, annars nenni ég ekki að búa á Íslandi.  
Nóg af biturð, njótið myndanna!
-
Translate/  Hello!
This is just a short picture post for those who need some summer in their lives.  Here in Iceland the summer hasn´t really arrived.  It´s raining and the weather has been sucky since "summer" came.  Something has to change or I´ll move to a warmer country.  Enough bitterness, enjoy the pictures!












-Tóta :*

Takið þátt í gjafaleiknum á https://www.facebook.com/styletherapyblog

fimmtudagur, 4. júlí 2013

OPI - Matte top coat

Góðan daginn!
Þessi færsla er ekki partur af bloggáskoruninni.  Ég þurfti bara að deila þessari snilld með ykkur, OPI matte top coat.  Ég elska þetta naglalakk! Það er svo kúl þegar ein vara getur breytt öllu.. þá meina ég að það er hægt að setja þetta yfir öll naglalökk og þá fá þau nýtt útlit.
Auðvelt að setja á, þornar á 10 sekúndum, og lítur svo vel út.

-

Translate/ Hello!
This blog post is not a part of the blog challenge, I just had to share this perfect product with you.  It´s OPI matte top coat and I love it.  It´s so great when a single product can change so much, by that I mean that this stuff can alter all of your polishes.  Easy to apply, dries in 10 seconds and looks so good.







Before and after




-Tóta :*

þriðjudagur, 2. júlí 2013

Gjafaleikur!

Smellið like á þessa síðu https://www.facebook.com/styletherapyblog og deilið myndinni af hálsmeninu.  Ef þú ert nú þegar búin að like-a síðuna þarftu bara að deila. Þá átt þú möguleika á að eignast þetta fallega hálsmen frá www.velvet.is.
Vinningshafi verður dreginn út 12. júlí

-

Translate/ Giveaway!
Click like on this page https://www.facebook.com/styletherapyblog and share the picture of the necklace.  If you have already clicked like then just share the picture.  You have the chance to win this pretty necklace from www.velvet.is.  Winner will be announced the 12 of july.





-Tóta :*